Skilmálar í Vefverslun

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur í vefverslun

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að varan sé ónotuð, með öllum merkingum, í upprunalegu ástandi og pakkningum. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Hægt er að fá skipt yfir í aðra vöru, fá inneignarnótu eða fá endurgreiðslu. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin.  Kaupandi greiðir póstburðargjald endursendi hann vöru. 

Pöntun er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Um leið og greiðsla berst er kaupanda send staðfesting í tölvupósti. Réttur er áskilinn til að staðfesta pantanir símleiðis í undantekningartilfellum. Hægt er að velja að sækja pöntun eða fá sent. Allar sendar pantanir fara með Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Selena ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá Selenu til viðkomandi er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Afhendingartími innanlands er að jafnaði 2-3 virkir dagar eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað. Við reynum eftir fremsta megni að senda pantanir frá okkur eins fljótt og hægt er. Hægt er að velja um afhendingarmáta póstsins eða Dropp í greiðsluferli.

Íslandspóstur og Dropp senda kaupanda sms áður en sendingin er keyrð út. Gætið að því að fylla út réttar upplýsingar um viðtakanda,heimilisfang, póstnúmer, gsm-númer og netfang við pöntun til að tryggja rétta afhendingu.

Einnig er hægt að sækja pöntunina í verslun Selenu, bláu húsunum Faxafeni Suðurlandsbraut 50 (Skeifan) á opnunartíma alla virka daga kl.11-18 og laugardaga kl.11-15.

Sendingarkostnaður

Sendingarkostnaður er samkvæmt verðskrá Íslandspóst(sjá hér https://posturinn.is/einstaklingar/ymsar-upplysingar/verdskra/) og reiknast sjálfkrafa í greiðsluferli hægt er að velja um heimsendingu, sent á næsta pósthús eða póstbox. Einnig er hægt að velja um sendingarmöguleika Dropp og á það sama við. Verðskrá hér: https://www.dropp.is/verdskra

Þetta á ekki við ef kaupandi óskar eftir að fá vöru senda í Póstkröfu, þá þarf kaupandi að hafa samband við verslun símleiðis í síma 553 7355 eða senda póst á netfangið selena@selena.is og panta, kaupandi sem óskar eftir póstkröfu borgar sendingar- og póstkröfugjald samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts.

Verð

24% VSK er innifalinn í verði vörunnar og reikningar eru gefnir út með VSK. Öll verð eru birt með fyrirvara um myndbrengl eða prentvillur og áskilur Selena sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp. Ef varan en ekki til á lager látum við þig vita og endurgreiðum hafi greiðsla farið fram. Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara.

Vörur

Við leggjum okkur fram um að sýna allar vörur okkar í réttum litum. Það er hins vegar útilokað að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá eða síma, þar sem vefmyndir búa yfir ákveðnum tæknilegum takmörkunum. Vinsamlegast sendið þá beiðni um frekari lýsingu á vöru á netfangið selena@selena.is eða í síma 553 7355.

Jólagjafir og gjafir

Skilafrestur á öllum jólagjöfum er til 8 janúar, Við setjum skiptimiða á allar gjafir og er skilafrestur almennt 14 dagar. Hægt er að merkja við að pöntun sé gjöf inná greiðslusíðu áður en greitt er.

Ath! Útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt. Vinsamlegast hafið samband við okkur í síma 553 7355, sendið okkur tölvupóst á selena@selena.is eða sendið okkur skilaboð á Facebook ef einhverjar spurningar vakna. Það er okkur mikilvægt að viðskiptavinir séu ánægðir og reynum við því að svara fljótt og vel. 

Nærbuxur, samfellur, sundbuxur og sundbolir.

Kaupanda er velkomið að máta nærbuxur eða sundfatnað utan yfir sín nærföt til þess að sjá hvernig flíkin mátast, hinsvegar biðjum við kaupanda að fylgja tilmælum frá heilbrigðiseftirliti og vinsamlega að máta þessar flíkur utan yfir sinn eigin nærfatnað. Ef kaupandi skilar nærbuxum eða sundfatnaði er tekið við þeim svo framalega sem flíkurnar séu ónotaðar, með öllum merkingum og í upprunalegu ástandi.

Greiðslur

Selena býður upp á eftirfarandi greiðslumöguleika í vefverslun: kreditkort, debetkort í gegnum örugga greiðslugátt Teya kortaþjónustunnar. Viðskiptavinur er fluttur yfr á örugga greiðslusíðu Teya en Selena vefverslun fær engar upplýsingar um kortanúmer og annað.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin t.d Heimilsfang, netfang ofl. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Shopping Cart
Scroll to Top