Góð undirföt fullkomna fataskápinn #2

Í síðasta bloggi ræddum við um mikilvægi þess að eiga góð undirföt í réttri stærð og um leið undirföt sem passa fullkomlega undir allar flíkurnar í skápnum. Ekki síður mikilvægan grunn í fataskápinn mynda fallegir og vandaðir sloppar, náttföt og nærfatnaður! Þær flíkur geta nefnilega gert gæfumuninn þegar kemur að þægindum – hvort sem það snýst um að fá góðan svefn, vera hlýtt í útivist eða að hafa það extra notalegt eftir bað.

Mörgum finnst nauðsynlegt að breyta yfir í léttari náttföt þegar hlýna fer í veðri en sumarnáttfötin frá LingaDore eru fullkomin fyrir það. Þau eru úr léttum efnum sem anda vel og eru í fallegum, ljósum litum eins og CLASSY línan frá LingaDore.

Náttkjólarnir frá Coemi eru engu síðri enda gæðaframleiðsla á þeim út í eitt. Þeir eru úr náttúrulegu módalefni og blúnduefnið kemur frá saumaverkstæði í Calais. Ef mann langar að gera extra vel við sig eru þeir svo sannarlega góð kaup! Svo eru þeir líka fullkomnir í gjafir.

Nærföt úr ull og silki eru ekki síður mikilvæg en þau eru algjör klassík í bæði útileguna og alla útivist. Væntanleg til okkar í maí eru ullar- og silkinærföt frá ítalska merkinu ArtiMaglia. ArtiMaglia er gæðamerki sem sérhæfir sig meðal annars í ullar- og silki fatnaði í miklum gæðum og eru allar vörurnar þeirra saumaðar á Ítalíu.  Ef maður vilt hins vegar eitthvað léttara gætu nærfötin frá Nina von C verið málið. Þau eru til hjá okkur í svörtu og hvítu og eru úr hitatemprandi micromódalefni.

Góður sloppur verður aldrei ofmetinn sama hvort um er að ræða  nátt- eða baðslopp, þykkan eða þunnan, notalegan eða sparilegan slopp. Eins og með kjólana sína eru Coemi meistarar í að gera fallega og létta sloppa úr mjúka módalefninu og fallegu blúndunum, enda eru slopparnir frá þeim svo sannarlega sparilegir og fallegir.

Bambusslopparnir frá Pen∙ky eru í svipuðum dúr en kannski örlítið notalegri. Efnið í þeim er aðeins þykkara og á hálsmálinu er einföld satínlíning og þeir eru því eins klassískir og hægt er að hafa þá. Þeir koma í þremur síddum svo flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Ungverska merkið Belmanetti sérhæfir sig í svokölluðum „heimafötum“ og slopparnir frá þeim eru þeir allra notalegustu. Alltaf er hægt að fá þykka og hlýja náttsloppa úr flís eða ofurmjúka baðsloppa úr bambus og bómull. Innra byrði þeirra er 50% bómull og 50% bambus svo þeir þurrka vel raka húð á meðan ytra byrðið er úr pólýester sem gefur þeim örlitla glansandi áferð og þar með aðeins fínna yfirbragð.