Góð undirföt fullkomna fataskápinn

Hver kannast ekki við að vera að fara eitthvað fínt og fatta á síðustu stundu að eiga engan brjóstahaldara sem hentar nægilega vel undir dressið sem maður ætlar í? Eða að saumarnir í undirfötunum sjáist gegnum uppáhalds bolinn eða buxurnar? Undirföt eiga nefnilega oft til að gleymast þegar kemur að fataskápnum, einfaldlega vegna þess að þau sjást ekki og mörgum finnst því mikilvægara að kaupa sér flíkur sem aðrir sjá; flíkur sem sýna hvernig persónuleiki maður er.

Við í Selenu erum hins vegar þeirrar skoðunar að undirföt geti sagt alveg jafn mikið um persónuleika okkar og önnur föt. Góð undirföt eru nauðsynleg því þau geta svo sannarlega fullkomnað fataskápinn og sett punktinn yfir i-ið á flottu dressi. Brjóstahaldari í réttri stærð getur nefnilega breytt líkamslagi og bætt líkamsburð svo um munar.


Því er gott að eiga ákveðin „grunnundirföt“ sem svo hægt er að byggja dress dagsins á. Margir eru á því að nauðsynlegt sé að eiga að minnsta kosti tvo eða þrjá brjóstahaldara til skiptanna; þannig endast þeir lengur því teygjan í einum jafnar sig og herpist aftur saman þá daga sem maður notar hina. Gott er að eiga einn svartan og einn ljósan T-shirt brjóstahaldara og nota þann svarta undir dökkar flíkur en hinn undir ljósar. Auk þess er svo nauðsynlegt að eiga nógu margar nærbuxur, þá einnig í svörtu og ljósu og í sniðum sem henta undir dressið hverju sinni. Mikilvægast er þó að undirfötin passi þínum líkama 100% og við mælum því með því að sem flestar konur fari í mælingu og þiggi aðstoð við mátun á undirfötum.

 

ELAN línan frá Panache er sérstaklega hönnuð sem hinn fullkomni T-Shirt brjóstahaldari; búið er að fjarlægja alla sauma sem hægt var að fjarlægja. Einnig fæst Elan brjóstahaldarinn með ómótaðri, mjúkri skál í bæði svörtu og húðlituðu. . Á báðum gerðum er hægt að setja hlýrana í kross í bakið.

 

 

UNIFIT DAILY brjóstahaldari frá LINGADORE er einstaklega léttur og þægilegur og er einmitt einn vinsælasti brjóstahaldarinn okkar núna. Skálin á honum er mótuð og alveg slétt. Hann er alltaf til hjá okkur í mörgum litum. Nærbuxurnar við hann eru í þremur sniðum svo flestar ættu að finna sér snið við sitt hæfi.

Til að gera undirfatahilluna skemmtilegri er gaman að eiga eins og tvö falleg undirfatasett úr blúndu, til dæmis eitt dökkt og eitt ljóst. Susana frá Ewa Bien og ENVY frá PANACHE sem eru í uppáhaldi hjá okkur þessa stundina væru fullkomnir – blúndan í þeim er ótrúlega falleg. Til dæmis er algjör klassík að blanda saman fallegum blúndubrjóstahaldara við hvíta skyrtu!

 

Shopping Cart
Scroll to Top