Nýjar undirfatalínur í haust og vetur

Haustið hefur líklega náð hámarki með að því er virðist met í rigningardögum og ekki er langt þar til veturinn tekur við. Fyrir okkur þýðir það aðeins eitt: Haust- og vetrarundirfatalínurnar eru komnar í hús! Við höfum hlakkað mikið til að fá þær inn og þær eru hver annarri fallegri, en eins og hefðin er með undirföt eru fallegar blúndur og smáatriði allsráðandi. Er ekki tilvalið að dekra við sig með fallegum undirfötum í rigningunni og skammdeginu?

Victoria, LingaDore

Blár verður ríkjandi litur í haust og vetur, hvort sem það er miðnæturblár, kóngablár eða dökkblár eins og línurnar OLIVIA frá PANACHE, ZARA frá CHARNOSVICTORIA frá LINGADORE og SOPHIA frá AUDELLE LONDON bera glöggt merki um.

Eins og alltaf verður svartur vinsæll í vetur og myndar ákveðinn grunn fyrir hina litina. Úrvalið hjá okkur af svörtum undirfatalínum hefur sjaldan verið meira og ættu flestar að finna eitthvað við sitt hæfi – ómótaðar eða mótaðar skálar, gelfylltar skálar, og með eða án blúndu. Allir hafa þeir það þó sameiginlegt að vera mjög vandaðir og að mikið er lagt í góð snið enda koma undirfötin okkar frá framleiðendum sem sérhæfa sig í hönnun og gerð undirfata. Síðustu mánuði hafa ROSALIND frá CHARNOS og DAILY LACE frá LINGADORE verið vinsælastir því sniðið á þeim gerir það að verkum að þeir mátast einstaklega vel. CARI frá PANACHE er svipuð að því leytinu að hún er mjög góð í sniðinu en með mjúka mótaða skál.

Olivia, Panache

Rosalind, Charnos

Gyllt smáatriði og blúndur verða einnig áberandi – en sem aukaatriði fremur en hitt – eins og sjá má á SIENNA, BRIDGETTE og BAILEY sem allar eru frá CHARNOS. Dýramynstur kemur einnig sterkt inn í haust og vetur, bæði í svörtu með PLEASURE línunni frá LINGADORE og í klassískum hlébarðalitum á íþróttahaldaranum sívinsæla frá PANACHE.

Pleasure, LingaDore

Þessar línur eru aðeins brot af því besta sem til er hjá okkur. Úrvalið í vetur verður því svo sannarlega mikið og endurspeglar markmið SELENU um að bjóða upp á fjölbreytt undirföt fyrir konur á öllum aldri!