Jólagjöfin hennar

Falleg náttföt eða sloppar eru fyrir löngu orðin klassísk jólagjöf og fyrir mörgum eru ný náttföt orðin ómissandi hluti af jólunum. Enginn vill fara í jólaköttinn og fátt er notalegra en að lesa góða bók í mjúkum og hlýjum náttfötum og gúffa í sig smákökur og súkkulaði í leiðinni!

Hjá okkur fyllist búðin alltaf af fallegum og vönduðum náttfötum þegar líður á haustið og í ár er úrvalið sérstaklega mikið. Náttfötin hjá okkur koma frá nokkrum evrópskum merkjum; Belmanetti, Coemi, Cyberjammies, Nina von C og Pen∙ky.

Cyberjammies náttfötin henta konum á öllum aldri og eru orðin þekkt fyrir mjúka módalefnið sem notað er í þau. Þegar Cyberjammies var stofnað var markmið þeirra að búa til eins mjúk og þægileg náttföt og hugsast gat og þeim hefur svo sannarlega tekist það!

Náttfötin frá Pen∙ky eru einnig úr fyrsta flokks efnum, meðal annars kemur dúnmjúk bambusblanda sterk inn í ár. Mörg settin eru sérhönnuð og -saumuð sérstaklega fyrir okkur á Grikklandi úr bestu fáanlegu efnum en vinsæla sniðið er alltaf það sama – víðir bolir og síðar buxur – því það hentar svo mörgum.

Náttfötin frá Nina von C eru einstaklega fáguð og vönduð á alla vegu en þau eru einnig hönnuð og framleidd í Evrópu. Látlaus mynstur og kvenleg snið eru ríkjandi auk þess sem þeir blanda saman karlmannlegum og kvenlegum elementum eins kjóllinn hér fyrir ofan sýnir – með fallegri blúndu á teinóttum kjól.

Sloppar eru alls ekki síðri jólagjöf og þar eru Belmanetti sérfræðingar en slopparnir frá þeim eru æðislegir! Hvort sem það eru þykkir og notalegir flíssloppar, mjúkir baðsloppar úr bambus eða fágaðir og klassískir náttsloppar úr módalefni.

Undirföt eru að sjálfsögðu líka mjög vinsæl sem jólagjafir og er orðið að ófrávíkjanlegri hefð hjá mörgum herrum að gefa hinum helmingnum fallegt undirfatasett í jólagjöf eða þá að þeir setja sig í hlutverk jólasveinsins og gefa þau í skóinn á Þorláksmessu. Eins og alltaf eru svartur og rauður vinsælir um jólin en í vetur kemur dökkblár einnig sterkur inn.

Svo má ekki gleyma sundfötunum! Þau eru náttúrulega frábær gjöf ef halda á jólin einhvers staðar í sól og hita. Hjá okkur fást sundföt allan ársins hring í ýmsum litum og sniðum.

Endilega kíkið við hjá okkur – við tökum á móti ykkur í jólaskapinu og veitum faglega ráðgjöf auk þess að bjóða upp á ókeypis innpökkun!